photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgarðsson | all galleries >> Annað >> Móður- og föðurfjölskylda Ásdísar Guðrúnar Kjartansdóttur (Addýar) > Amma Vala (Valgerður Sigurgeirsdóttir)
previous | next

Amma Vala (Valgerður Sigurgeirsdóttir)

Valgerður Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 18. júlí 1906. Dó í Reykjavík 16. ágúst 1984.
Foreldrar hennar voru Bjarney Jóna Einarsdóttir frá Skálavík, húsmóðir, f. 7. júní 1877, d. 10. september 1959
og Sigurgeir Kristjánsson frá Gjörvudal í Ísafjarðardjúpi, verkamaður og fiskmatsmaður, f. 26. júlí 1872, d. 25. nóvember 1925.
Valgerður var ein 13 systkina sem öll eru látin.

Valgerður var fædd og uppalin á Sólgötu 7 á Ísafirði en fluttist ung til Reykjavíkur.
Hún giftist Kjartani Reyni Péturssyni sjómanni, f. 13. janúar 1907, sem fórst með togaranum Apríl 1. desember 1930, þá tæpra 23 ára gamall.
Kjartani Reynir var stýrimaður í þeirri ferð.
Valgarður og Kjartan áttu þá Ásdísi Guðrúnu, sex mánaða gamla
auk þess sem hún gekk með tvíbura, Valborgu og Kjartan Reyni Pétur, er Apríl fórst.
Þau fæddust í júní 1931.
Árið 1945 gekk Valgerður í hjónaband með Ólafi Halldórssyni frá Varmá, leigubílstjóra á BSR.
Þeirra börn eru Erla Ólöf og Halldóra Þorbjörg. Þau bjuggu alla tíð á Bragagötu 25.
Ólafur lést í maí 1974.


other sizes: small medium original auto
comment | share