photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Type your message and click Add Comment
It is best to login or register first but you may post as a guest.
Enter an optional name and contact email address. Name
Name Email
help private comment
Ágúst Jónsson | profile | all galleries >> Africa, September 2006 >> Úganda tree view | thumbnails | slideshow

Úganda

Í Afríkuferðinni okkar fórum við fyrst til Úganda. Flugið frá Brussel til Entebbe tafðist um rúman sólarhring og setti það áætlanir okkar nokkuð úr skorðum. Einnig bilaði bíllinn okkar í Úganda strax á fyrsta degi. Bílstjórinn og leiðsögumaðurinn okkar, Chris, leysti hins vegar auðveldlega úr öllum vandamálum sem komu upp. Myndirnar sýna hluta af því sem fyrir augu okkar bar í Úganda.
Óvænt dvöl í Brussel. Daglegt líf. Skellinöðrur og reiðhjól (svokölluð bodaboda) eru m.a. notuð eins og leigubílar Hér erum við stödd á miðbaug i Uganda.
Á fyrsta degi bilaði bíllinn okkar. Chris, bílstjórinn og leiðsögumaðurinn okkar, reyndi að gera við... Heimamenn sem áttu leið framhjá fylgdust forvitnir með okkur... ... og börnin þyrptust að okkur. g6/66/391766/3/69203163.9MJYtlwO.jpg
Þessi drengur, Vicent 10 ára, spjallaði lengi við okkur. Hann talaði góða ensku og var býsna fróður Á endanum var fenginn kranabíll til að draga okkur. Bíllinn var hífður upp að framan Þannig var hann dreginn um 50 km til þorpsins Masaka og inn á hlað á flottasta hótelinu, með okkur innanborðs !
Þessar geitur voru á næstu lóð við hótelið í Masaka þegar við lögðum af stað næsta morgun Mistur lá yfir sveitunum í morgunsárið Alls staðar var fólk á eða við vegina. Sumir voru að reka kýr eða geitur.. ... aðrir voru að bera vatn eða flytja einhvern varning, oft á reiðhjólum
Af auglýsingaskiltum má ráða að heimamenn vita af einni mestu ógnun sem að þeim steðjar, þ.e. alnæmi Við gistum við Lake Bunyonyi á leið okkar til Rúanda. Þetta er allstórt vatn í afar fallegu umhverfi Búið er allt í kringum vatnið. Fólkið ber allt neysluvatn upp í húsin og eru víða slóðar upp frá vatninu Hér er horft yfir Lake Bunyonyi
Lake Bunyonyi Myndavélin yfirfarin Í huggulegheitum við Lake Bunyonyi Við Lake Bunyonyi
Við Lake Bunyonyi Í þessum stæðum er leirsteinninn, sem þeir byggja úr, bakaður Þessi litla stúlka var að sækja eldivið Eintrjánungur á Lake Bunyonyi
Við sigldum norður eftir vatninu, þar sem við hittum Chris, en hann fór á bílnum eftir holóttum og rykugum veginum Eyja í Lake Bunyonyi. Hver fermetri er nýttur Crested crane, fuglinn er þjóðartákn Ugandabúa Á siglingu yfir Lake Bunyonyi, skyggnst eftir myndefni
Horft til lands úr bátnum Horft til lands úr bátnum Horft til lands úr bátnum Horft til lands úr bátnum (þetta var ca. 2 klst. sigling)
Krakkarnir komu hlaupandi til að veifa okkur Hér stopuðum við aðeins og fórum í land á leiðinni Við hittum þessa karla, sem voru að veiða einhver pínulítil síli, sem voru notuð í skepnufóður Þennan litla mann hittum við þegar við komum í land....
..... og líka þennan Við þurftum að bíða í klukkutíma eftir Chris og skoðuðum okkum á meðan Flestir héldu áfram að sinna sínu þótt óvenjulega gesti bæri að garði Við vorum innan um menn og skepnur
...og börnin þyrptust að okkur sem fyrr En svo yfirgáfum við Lake Bunyonyi, þennan frábæra stað og nú styttist til Rúanda.. Yfirleitt var ekki mikið um vegvísa, en nóg var af auglýsingaskiltum. Komin aftur til Úganda frá Rúanda. Svarta fólkð notar hvítar gínur í útstillingum sínum.
Kaffi-akur í Úganda Hér gistum við í Jinja. Ekki besta gistiaðstaðan í ferðinni! Bujagali falls í Níl við upptök árinnar við Viktoríuvatn Áin er ekki árennileg - án þess að vera með kork og kút
Nokkrir heimamenn gera sér að leik að synda í flúðunum Við fórum í flúðasiglingu á Níl, rúmlega 5 tíma ferð Farið var niður nokkrar grade 5 flúðir og fleiri minni. Bátnum hvolfdi 5 eða 6 sinnum á leiðinni
....og þetta var eins og lenda í þvottavél En búnaðurinn var góður og stjórnandinn líka Og allir komust heilir heim Öllum skaut upp úr ólgunni fyrir rest.
Edda spjallar við Díönu, íslenskan eiganda veitingastaðarins Two friends í Jinja Natalie, Chris og Georgie, okkar fólk í Úganda. Þegar við fórum yfir til Kenya hvarf Úganda í rykmökkinn undan bílunum.