Í Afríkuferðinni okkar fórum við fyrst til Úganda. Flugið frá Brussel til Entebbe tafðist um rúman sólarhring og setti það áætlanir okkar nokkuð úr skorðum. Einnig bilaði bíllinn okkar í Úganda strax á fyrsta degi. Bílstjórinn og leiðsögumaðurinn okkar, Chris, leysti hins vegar auðveldlega úr öllum vandamálum sem komu upp. Myndirnar sýna hluta af því sem fyrir augu okkar bar í Úganda.