![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Í september 2006 hélt toppbrumið að nú væri aftur komið vor og byrjaði að bólgna út en kól svo um veturinn. Það sést enn sem svartur nabbi í stofninum. Haustið 2007 stóðu toppgreinarnar allar út úr stofninum með sama halla og engin virtist ætla að taka af skarið og mynda nýjan topp. Sumarið 2008 náði ein endagreinin yfirhöndinni og ætlar nú á 3ja sumri eftir skaðann að mynda nýjan topp. Sitkagrenið lagar svona óhapp á einu ári.