Fyrsta daginn er Jökulgilið smalað. Í þetta skiptið var ausandi slagveður aðfaranótt laugardagsins, sem betur fer stytti upp um morguninn svo það var fært inn í gil, en það mátti ekki miklu muna. Meira að segja Geimstöðin mátti ekki við meira vatni. Sólin braust fram úr skýjunum og Jökulgilið skartaði sínu fegursta.
Sunnudagsmorguninn rann upp með kafaldsbyl, en fljótlega stytti upp og lygndi og gerði hið fegursta veður.