Á þessu svæði og nágrenni hefur sveitarstjórn áhuga á að setja upp virkjanir, þannig að fasteignagjöldin bæti hag sveitarsjóðsins.
Mér finnst þetta gott dæmi um hvernig fórna á meiri hagsmunum fyrir minni.
Þetta er ósnortið svæði, sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þá mörgu sem vilja njóta óspilltrar náttúru.
Eins myndu verða þarna til meiri tekjur og atvinna fyrir íbúana tengdar ferðaþjónustu þegar til lengri tíma er litið.