photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Friðrik | profile | all galleries >> Gönguferðir >> Laugarvegur, 17-18. júlí 2009 tree view | thumbnails | slideshow

Laugarvegur, 17-18. júlí 2009

Ég (Friðrik) og María löggðum upp í Laugarvegsgöngu þann 17. júlí. Við höfðum þá pantað gistingu í Hvanngili um tíu dögum fyrr. Við hugðumst ganga ákveðið og fara frá Landmannalugum yfir í Þórsmörk á tveimur dögum. Með þetta að sjónarmiði pökkuðum við vandlega ofan í litla dagspoka, aðeins því nauðsynlegasta. Vegna þess að við sváfum í skála gátum við tekið létta sumarsvefnpoka í stað þykkra og þungra dúnpoka. Einnig voru matarbyrgðirnar ekki drjúgar en við tókum mikið af nammi og kexi með til þess að halda blóðsykrinum í lagi. Í stuttu máli tókum við um tíu smurðar samlokur (til þess að spara tíma þá smurðum við heima áður en við lögðum af stað), um fimm til sex hundruð gröm af pasta réttum fyrir kvöldið, sex hundruð grömm af múslí í morgunmat ásamt þurri kakóblöndu, þrjá kexpakka, þrjú orkustykki og slatta af öðrum súkulaðistykkjum, poka af hnetum og súkkulaðirúsínum ásamt því að taka með jógúrt og ávexti í bílinn til þess að borða áður en við lögðum af stað. Nestið dugði vel og skiluðum við miklu nammi niðrí Þórsmörk. Annar búnaður sem við tókum var að mestu leiti; hlýfðarföt, vaðsokkar, 600g svefnpokar, auka nærföt, plástrar og þess háttar, kort og áttaviti, myndavél og linsur. Við gengum í léttum fötum og strigaskóm sem reyndist mjög vel. Reyndar var María í þunnum og lélegum skóm sem blotnuðu auðveldlega á meðan ég gekk í harðgerðari en þó léttum skóm.

Við höfðum gert ráð fyrir um tíu tíma göngu hvorn daginn en eina tímasetningin sem við þurftum að standast var að ná rútu í Húsadal klukkan 16 á laugardag. Elli skutlaði okkur í Landmannalaugar á föstudeginum þar sem við fengum okkur morgunkaffi/hádegismat áður en við byrjuðum að ganga. Ferðin hófst svo klukkan um 20 mínútur yfir tíu þegar við gengum í átt að Hrafntinnuskeri. Rétt á undan okkur laggði af stað hjólreiðarkappi sem ætlaði að koma sér niðrí Mörk fyrir miðnætti sama dag. Hann lenti þó eins og við í miklum snjó á leið í Hrafntinnusker og þurfti að reiða hjólið langleiðis. Þetta varð til þess að við vorum komin aðeins nokkrum mínútum á eftir honum þangað um klukkan hálf eitt.

Við stoppuðum stutt í Hrafntinnuskeri til þess að fara á klósettið en héldum strax áfram. Áður en við byrjuðum að lækka okkur mikið tókum við fram úr stórum hópi Þjóðverja sem hafði gist í skálanum við Hrafntinnusker. Þegar við komum niður af fjallinu og sáum Álftavatn borðuðum við hádegismat/eftirmiðdegiskaffi klukkan um 15. Eftir matinn stikkluðum við yfir læk sem venjulega þarf að vaða. Svo var aðeins stutt ganga eftir í Álftavatn, þangað komum við klukkan 16. Strax eftir Álftavatn þurftum við enn að stikkla yfir á þar sem María missti fótinn í vatnið. Þetta átti eftir að fara illa með fæturnar hennar. Gönguleiðin frá Álftavatni í Hvanngil er mjög skemmtileg og var þetta að okkar mati skemmtilegasti hluti leiðarinnar ásamt göngunni að Hrafntinnuskeri. Við komum í Hvanngil klukkan tíu mínútur yfir fimm. Þar var aðstaða hin fínasta og var allt til alls. Við elduðum og sofnuðum snemma vegna þreytu eftir daginn.

Við vöknuðum á slaginu sjö og hituðum vatn í morgunmatinn. Við vorum svo löggð af stað tíu mínútur í átta. Dagurinn byrjaði á vaði yfir Bláfjallakvíslina sem var eins og aðrar ár mjög vatnslítil. Þar voru aðstandendur Laugarvegshlaupsins að koma fyrir búnaði og skutu á okkur að hafa ekki beðið um far yfir. Alvöru göngugarpar látta náttúrulega ekki fréttast að hafa hoppað upp í fjallajeppa á miðri göngu! Eftir kvíslina taka við sandarnir sem eru ekki mjög skemmtilegt gönguland. Tíminn líður hægt á söndunum en gangan er samt einföld. Við borðuðum súkkulaði og hnetur á leiðinni en stoppuðum ekkert. Þegar í Botna var komið klukkan hálf ellevu sáum við meiri undirbúning vegna hlaupsins sem búið var að ræsa. Við örkuðum ótrauð áfram með það að markmiði að vera komin á undan Gauta niður í Þórsmörk. Við stoppuðum ekki einu sinni til þess að borða heldur borðuðum við samlokurnar á göngu að hætti Skurka. Við sendum kveðjur til hlauparanna með mönnum sem komu hlaupandi á móti til þess að kvetja þá. Þessir menn fullvissuðu okkur um að við myndum ekki vera á undan Gauta. Þetta dróg þó ekki úr okkur kjarkinn. Skömmu seinna kom á okkur rigning, þá vorum við orðin dálítið þreytt og hægðist því á okkur. Fyrsti maður hljóp framm úr okkur áður en við komum að kápunni, við bjuggumst ekki við honum og var greinilegt að hann var á mettíma. Eftir að hafa vaðið þröngána komu næstu menn, og var þar meðal annars Gauti. Við röltum þá aðeins hægar niður í Húsadal og vorum lennt þangað hálf þrjú. Þar beið okkar heit vafla og bjór sem er himnesk blanda eftir hraða og skemmtilega göngu frá Landmannalaugum.
g3/97/684897/3/115466534.akRpirgJ.jpg g3/97/684897/3/115466535.RvQg09rF.jpg g1/97/684897/3/115466537.79FH7XCX.jpg g3/97/684897/3/115466538.hVuxE1cn.jpg
g1/97/684897/3/115466539.eVy5dV4V.jpg g1/97/684897/3/115466540.mDWgUZFm.jpg g1/97/684897/3/115466541.Nr4NlIxX.jpg g1/97/684897/3/115466543.z9gKzHkz.jpg
g1/97/684897/3/115466544.ZS9aP4x3.jpg g1/97/684897/3/115466545.lrwCZwlN.jpg g1/97/684897/3/115466546.ePPwdk3T.jpg g1/97/684897/3/115466547.5Wg0eaKL.jpg
g1/97/684897/3/115466548.6ReDhp70.jpg g1/97/684897/3/115466549.Vn0kFXHz.jpg g1/97/684897/3/115466550.kli4pSBc.jpg g1/97/684897/3/115466551.xCcyDrMm.jpg
g1/97/684897/3/115466552.nguzh6sA.jpg g1/97/684897/3/115466553.SPYUkBLg.jpg g1/97/684897/3/115466554.wGXy4oxM.jpg g1/97/684897/3/115466555.bHUlS82w.jpg
g1/97/684897/3/115466556.tMChoFFU.jpg g1/97/684897/3/115466557.mASssZAR.jpg g1/97/684897/3/115466558.hmo1JLy7.jpg g1/97/684897/3/115466559.Tx4fMSWW.jpg
g1/97/684897/3/115466560.T8M0oZbQ.jpg g3/97/684897/3/115466561.e8feZ0i8.jpg g3/97/684897/3/115466563.1Z2xRG6M.jpg g1/97/684897/3/115466564.vEO5HQli.jpg
g3/97/684897/3/115466565.3Iaozrue.jpg g3/97/684897/3/115466566.abFsFil3.jpg g3/97/684897/3/115466567.SQT1eiZm.jpg g3/97/684897/3/115466568.QqZdy4We.jpg
g3/97/684897/3/115466569.h0fXJp0c.jpg g3/97/684897/3/115466570.cwubvOeY.jpg g3/97/684897/3/115466571.cbf49MY1.jpg g3/97/684897/3/115466572.Z7Qj6SRP.jpg
g3/97/684897/3/115466573.00hXT3Zl.jpg g3/97/684897/3/115466575.yH7cHc82.jpg g1/97/684897/3/115466576.MEJ5lyQL.jpg g3/97/684897/3/115466577.3prqCHjh.jpg
g3/97/684897/3/115466578.Eo9Zl8pM.jpg g3/97/684897/3/115466579.zEOLAEd7.jpg g3/97/684897/3/115466580.6j5yRo2O.jpg