Skruppum í Þórsmörk, ásamt Ingólfi og Margréti vinum okkar, um miðjan ágúst, dagana sem hitabylgjan fræga var að fjara út. Á föstudagskvöldi á leið austur um Kamba ókum við niður og inn í þokubakka af hafi sem náði inn í botn Reykjadals ofan Hveragerðis. Frá rótum Kamba ókum við í svartaþoku allt að áfangastað, sem voru tjaldstæðin við Seljalandsfoss, þangað sem við komum nánlægt miðnætti og 15 stiga hita. Á laugardag var ekið inn í Bása í 24 stiga hita. Hrafnhildur hjólaði þangað alla leið. Síðan var farið í sund á Seljavöllum. Heim á sunnudag.