photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgarðsson | profile | all galleries >> Galleries >> Sumarferð BÍP 2014 - Dýrafjörður og leiðir allt um kring tree view | thumbnails | slideshow

Sumarferð BÍP 2014 - Dýrafjörður og leiðir allt um kring

Í árlegri sumaferð BÍP 2014 héldum við til á Hótel Núpi dagana 5. til 11. júlí. Það er rétt að taka það fram strax að í 15 árlegum ferðum hópsins hefur okkur aldrei liðið jafn vel á einum stað og í ár í umsjá Guðmundar hótelstjóra á Núpi enda aðstaðan þar með eindæmum þægileg og heimilisleg og gestrisni staðarhaldara einstök.

Í ferðinni heimsóttum við Bettý á Ingjaldssandi, skoðuðum lystigarðinn Skrúð og Botnsskóg í Dýrafirði, litum uppá Bolafjall, hjóluðum í Skálavík, fórum um götur Bolungarvíkur og Ísafjarðar undir leiðsögn heimamanns (og meðlims BÍP), hjóluðum Óshlíðina og Bolungarvíkurgöng (sem ættu að heita Óshlíðargöng), heimsóttum Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal, þar sem við þáðum í upphafi hádegisverð hjá Hafdísi Gísladóttur og eiginmanns hennar, Einars Sveins Ólafssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Við gengum líka uppí hyrnu Dufansdalsnúps í Fossfirði í Arnarfirði til að skoða göng surtarbrandsnámunnar sem þar eru. Einnig gengum við út með Hesti sem skagar út í Ísafjarðardjúp milli Hestfjarðar og Seyðisfjarðar. Undir lok ferðalagsins hjóluðum við inn Önundarfjörð frá aðalveginum vestur, út fjörðinn hinum megin og áfram út Önundarfjörð til Valþhófsdals og allt til baka til Flateyrar. Þar tók Sleggjan á staðnum á móti okkur, Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Arctic Odda, ásamt stjórnarformanni þess, Sigurði Péturssyni, framkvæmdastjóra Dýrfisks.

Þetta var í alla staði ánægjuleg ferð, við sluppum fyrir horn með veðrið. Ferðalagið hófst með hávaðaroki og stórrigningum, en þó einkenndust nær allir ferðadagar af mildu og þægilegu veðri sem kom í veg fyrir að maður væri að drepast úr hita í mollunni. Það munaði samt mjóu eitt síðdegið!
previous pagepages 1 2 3 4 5 6 ALL next page
Sérkennilegur steinn
Sérkennilegur steinn
Fjölmargar þurrabúðir voru með ströndinni, einkum í Folafæti, í Hesti
Fjölmargar þurrabúðir voru með ströndinni, einkum í Folafæti, í Hesti
Fallega hlaðnir túnveggir þurrabúðarmanna í Hesti
Fallega hlaðnir túnveggir þurrabúðarmanna í Hesti
Hestfjarðarmegin eru fyrst Tjaldtangi og Sigga Sala-hús
Hestfjarðarmegin eru fyrst Tjaldtangi og Sigga Sala-hús
Erlendir kajakræðarar slökuðu á í logninu í Hestfirði
Erlendir kajakræðarar slökuðu á í logninu í Hestfirði
Undir það síðasta rigndi svo hressilegaað ekki var þurr þráður á ferðalöngum
Undir það síðasta rigndi svo hressilega
að ekki var þurr þráður á ferðalöngum
Á leið inn Önundarfjörð austanverðan
Á leið inn Önundarfjörð austanverðan
María með Innri-Veðrará í baksýn
María með Innri-Veðrará í baksýn
Tannarnes
Tannarnes
Bakkafjall við vestanverðan fjörðinn
Bakkafjall við vestanverðan fjörðinn
Áning á Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal
Áning á Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal
40 km að baki - kominn til Flateyrar.Þar fann Bessi góðan stól
40 km að baki - kominn til Flateyrar.
Þar fann Bessi góðan stól
Kíktum sem snöggvast út í Klofningog að Kálfá þar sem vegurinn endar
Kíktum sem snöggvast út í Klofning
og að Kálfá þar sem vegurinn endar
Í Klofningi
Í Klofningi
Er þetta ekki orðið gott?!
Er þetta ekki orðið gott?!
Okkur Bessa þykir þetta orðið gott í dag
Okkur Bessa þykir þetta orðið gott í dag
En áfram var haldið - allt til endirmarka alheimsins!
En áfram var haldið - allt til endirmarka alheimsins!
Lengra verður ekki farið á vegiKálfeyrardalur fyrir ofan
Lengra verður ekki farið á vegi
Kálfeyrardalur fyrir ofan
Hrafnaskálanúpur í fjarska ogystur er Barði. Skáladalur í milli
Hrafnaskálanúpur í fjarska og
ystur er Barði. Skáladalur í milli
TankinnYfir gnæfa Hvilftarbrekkur í Garðafjalli
Tankinn
Yfir gnæfa Hvilftarbrekkur í Garðafjalli
Og að sjálfsögðu var kíkt á Tankann
Og að sjálfsögðu var kíkt á Tankann
Í matarboði hjá Arctic Fish
Í matarboði hjá Arctic Fish
Tóti og Inge stóðu sig með prýði við uppfartinguna
Tóti og Inge stóðu sig með prýði við uppfartinguna
Sóli veit að hann má ekki yfirgefa skrifstofuna
Sóli veit að hann má ekki yfirgefa skrifstofuna
Því næst var haldið í frystihúsið þarsem frysting á makríl stóð sem hæst
Því næst var haldið í frystihúsið þar
sem frysting á makríl stóð sem hæst
Makríll bíður frystingar
Makríll bíður frystingar
Í lokin 'Million Dollar View'úr íbúð sem Arctic Fish er að gera upp
Í lokin 'Million Dollar View'
úr íbúð sem Arctic Fish er að gera upp
previous pagepages 1 2 3 4 5 6 ALL next page