Ferðin á Miðfellstind 21. maí hófst á áminningu vekjaraklukku kl. 1.45. Í henni voru, auk okkar Hrafnhildar, Ingólfur og Hans (sunnanmenn) og Akureureyringarnir Svanhvít, Viðar, Lína, Óðinn, Sigurjón og Ragnar. Risið úr rekkju á bjartri sumarnóttu, soðinn hafragrautur og síðan lagt af stað. Ekið til Skaftafells og lagt í hann kl. 3.50. Gangan inn Morsárdal inn að minni Kjósar tók tvær og hálfa klukkustund. Þetta er 11 km jafnslétta á áraurum. Síðan tók við bratti úr um 200 m hæð í 1430 m hæð á um 6 km vegalengd. Ferðin í heild, fram og til baka á göngu var um 35 km á 15 klukkustundum. Bónusinn var svo að rekast á upphaf gossins í Grímsvötnum. Vorum þá á Skeiðarársandi á leið eftir þjóðvegi 1 frá Skaftafelli til Kirkjubæjarklausturs þegar við sáum lítið 'skrýtið' ský. Mínútu síðar var ekki um að villast. Hlutirnir gerðust hratt eftir það eins og síðustu 5 myndirnir sýna. Sú fyrsta var svo birt í ársskýrslu Veðurstofunnar.