photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgarðsson | profile | all galleries >> Galleries >> Hornstrandir 2007: Látravík – Hornvík – Bolungarvík – Reykjarfjörður – Drangar tree view | thumbnails | slideshow

Hornstrandir 2007: Látravík – Hornvík – Bolungarvík – Reykjarfjörður – Drangar

Um miðjan júlí 2007 hélt vinahópurinn í BÍP á ný vestur á Strandir – í fimmta sinn - og nú var fullskipað. Að venju var ekið rakleiðis í Norðurfjörð þar sem gist var í góðu yfirlæti. Morguninn eftir, sunnudaginn 15. júlí var haldið af stað með þeim heiðursmönnum og fóstbræðrum, Reimari og Sigga Steina á Sædísi norður í Látravík, þar sem dvalið var í Hornsbjargsvita í tvær nætur hjá Unu og Ævari. Lendingin gekk vel enda Siggi Steini annálaður meistari í meðförum við bátinn, en þó tókst Skúla og Svenna að leggjast kylliflatir í sjávarrótið í fjörunni. Afleiðingin varð m.a. sú að kvikmyndatökuvélin hans Skúla sofnaði svefninum langa.

Daginn eftir, 16. júlí, var skipt liði, við feðgar, ég og Egill Logi, gengum ásamt feðgum, Svenna og Einari Sveini, yfir Kýrskarð til Hornvíkur en aðrir í hópnum til sama áfangastaðar um Almenningaskarð með viðkomu á Kálfatindum. Við Egill höfðum með okkur veiðistöng, hugðumst veiða í soðið í ósnum en misstum af flóðinu og veiddum ekki bröndu. Ekki bætti úr skák að Egill Logi horfði stöðugt til fjalla í leit að móður sinni og varð því fremur dapur er við urðum úrkula vonar um að hún léti sjá sig þar neðra. Á leið til baka kættist hann þó allnokkuð í blómabreiðum, þar sem hann týndi fallega vendi til að gefa móður sinni.

Á þriðja degi, 17. júlí, var haldið áleiðis til baka með Reimari og Sigga Steina, nú til Bolungarvíkur á Ströndum, þar sem ráða ríkjum Sigfríður og Vilmundur, sonarsonur hennar, sonur Reimars á Sædísi. Ekki slóust þó allir í hópnum með í för sjóleiðina því einhverra hluta vegna sá Bessi sig tilneyddan til að ganga leiðina aftur, en hann fór hana einnig í fyrra. Ekki var á annað hættandi en að Hrafnhildur fylgdi drengnum. Þau gengu efri leiðina svokölluðu, það er gengu ekki ofan í firði og víkur heldur héldu sig alla leiðina í “hæð” og því inn firði og víkur. Því lengist gatan sem því nam. Í Bolungarvík gistum við eina nótt áður en haldið var af stað aftur.

Á fjórða degi, 18. júlí, gengum við til Reykjarfjarðar, um Furufjörð og Þaralátursfjörð, og það var mjög sérstakt að ekki heyrðist í mófugli fyrr en komið var í Þaralátursfjörð enda refurinn alls ráðandi um flesta firði. Annars var bara þögn og auk þess ekkert sem benti til vegsummerki manna. Það er auðvelt að ímynda sér að maður sé á ferð í kringum árið 1000, þarna sem víða annars staðar á Ströndum. Sérstök tilfinning.

Á fimmta degi héldum við Egill Logi, Svenni, Svanhildur og Einar Sveinn til Norðurfjarðar á ný en aðrir í hópnum gengu að Dröngum. Úrhellisrigning var í Reykjarfirði um morguninn og runnu satt að segja tvær grímur á suma hvort leggja ætti af stað. Síðan stytti upp og hópurinn þusti af stað. Þurrt var að mestu yfir daginn en svo fór að rigna allhressilega og er komið var að Dröngum var ekki þurr þráður í flíkunum. Að Dröngum gisti hópurinn ýmist í tjöldum eða í hálfköruðum kofa við tjaldstæðið.

Er við, sem fórum til Norðurfjarðar, komum þangað fóru Svenni og Svanhildur til Reykjavíkur en við Egill Logi fórum rakleitt í sund, þar sem við svömluðum góða stund og grilluðum svo í rólegheitum um kvöldið.

Sólin vakti göngugarpa að Dröngum morguninn eftir og höfðu allir nóg að gera við að viðra föt og viðlegubúnað áður en gengið var af stað síðasta áfangann til Ófeigsfjarðar. Að lokinni sundferð fórum við Egill Logi að tygja okkur af stað til Ingólfsfjarðar og áfram til Ófeigsfjarðar, dunduðum okkur við að “veiða” í köldustu og vatnsmestu bergvatnsá landsins, Hvalá, meðan við biðum eftir göngugörpunum. Ánægjan í augum Egils Loga er ólýsanleg er hann kom auga á móður sína í kíkinum í fjarska enda rauk hann þegar af stað og var óðar horfinn. Við, ég og kíkirinn, urðum eftir og biðum þolinmóðir. Í Ófeigsfirði lauk göngunni miklu. Slegið var upp heljarinnar pylsuveislu í Norðurfirði um kvöldið áður en haldið var af stað á ný til borgarinnar. Hákon Örn Halldósson, vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni, hefur verið mér mjög hjálplegur varðandi rétt örnefni og kann ég honum bestu þakkir fyrir.
previous pagepages 1 2 3 4 5 6 ALL next page
Tófa með 2 ylfinga kom í ,,matarheimsókn í vitann þegar kvölda tók
Tófa með 2 ylfinga kom í ,,matarheimsókn" í vitann þegar kvölda tók
Það stoppaði þó ekki menn í því að sofa úti undir berum himni
Það stoppaði þó ekki menn í því að sofa úti undir berum himni
KK leist ekkert á uppátækið og úr varð Hornbjargsvitablús
KK leist ekkert á uppátækið og úr varð Hornbjargsvitablús
Svenni og Skúli búnir að hreiðra um sig fyrir utan vitann
Svenni og Skúli búnir að hreiðra um sig fyrir utan vitann
Á leið upp Almenningaskarð
Á leið upp Almenningaskarð
Nestisstopp. Við blasa f.v.: Skófnaberg, Eilífstindur og Kálfatindur.
Nestisstopp. Við blasa f.v.: Skófnaberg, Eilífstindur og Kálfatindur.
Stígur í hlíð Skófnabergsins og fram undan eru Eilífstindur og Kálfatindur fjærst
Stígur í hlíð Skófnabergsins og fram undan eru Eilífstindur og Kálfatindur fjærst
Séð yfir Hornvík - Sædísin á ferð í víkinni
Séð yfir Hornvík - Sædísin á ferð í víkinni
Stígurinn týndur í gróðrinum
Stígurinn týndur í gróðrinum
Kíkt af bjarginu og niður í sjó
Kíkt af bjarginu og niður í sjó
Svanhildur
Svanhildur
Nonni og Sibba
Nonni og Sibba
Bessi á leið upp á topp Kálfatinda
Bessi á leið upp á topp Kálfatinda
Á niðurleið. Skýin byrjuð að laumast inn í Hornvíkina
Á niðurleið. Skýin byrjuð að laumast inn í Hornvíkina
Einar Sveinn og Egill Logi við upphaf göngu þeirra yfir Kýrskarð
Einar Sveinn og Egill Logi við upphaf göngu þeirra yfir Kýrskarð
Egill Logi lagður af stað
Egill Logi lagður af stað
Einar Sveinn og Svenni
Einar Sveinn og Svenni
Agli Loga farið að hitna á göngunni
Agli Loga farið að hitna á göngunni
...Bolla líka
...Bolla líka
Egill Logi á niðurleið ásamt Einari Sveini og Svenna
Egill Logi á niðurleið ásamt Einari Sveini og Svenna
Egill Logi dorgar í Hafnarósi í Hornvík
Egill Logi dorgar í Hafnarósi í Hornvík
Bolli veiðimaður
Bolli veiðimaður
Huuu, ekkert veiddist
Huuu, ekkert veiddist
Egill Logi týndi blóm handa mömmu sinni á heimleiðinni
Egill Logi týndi blóm handa mömmu sinni á heimleiðinni
Búið að labba upp úr þokunni í Hornvíkinni
Búið að labba upp úr þokunni í Hornvíkinni
Bolli kælir sig í hitanum
Bolli kælir sig í hitanum
Í Kýrskarði á heimleið, Hornbjargsviti kominn í ljós fyrir neðan
Í Kýrskarði á heimleið, Hornbjargsviti kominn í ljós fyrir neðan
previous pagepages 1 2 3 4 5 6 ALL next page