photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Ágúst Jónsson | profile | all galleries >> Africa, September 2006 >> Tanzania tree view | thumbnails | slideshow

Tanzania

Frá Kenya héldum við með rútu til Tanzaniu. Við gistum eina nótt í Moshi, litlum bæ við rætur Kilimanjaro, en fórum þaðan daginn eftir til Ngorongoro, sem er gígur, um 20 km í þvermál. Þar er mjög fjölskrúðugt dýralíf. Næsta dag fórum við svo í Serengeti-þjóðgarðinn, sem er tæplega 14.800 ferkílómetrar að stærð og ekki með síðra dýralíf. Á þessum stöðum gistum við í tjöldum og ókum um á daginn og skoðuðum náttúruna í öllu sínu veldi.
Rútan sem flutti okkur frá Nairobi til Arusha i Tanzaniu Ágúst við sundlaugina á hótelinu okkar í Moshi, Mountain Inn. Götumynd frá Moshi Kilimanjaro séð frá Moshi. Við klifum ekki fjallið - gerum það næst
Þessi gamli eintennti fíll varð á vegi okkar þegar við ókum upp hlíðar Ngorongoro gígsins Fíllinn var mikið að hugsa um hvort hann ætti að ráðast á bíla sem óku framhjá, rétt við fætur hans. Ágúst á barmi Ngorongoro gígs. Gígurinn er 20 km í þvermál Tjaldið okkar á tjaldsvæðinu í 2.200 metra hæð á barmi Ngorongoro
Ngorongoro í 2.200 m. hæð þokan læðist að. Búin að tjalda. Keyrðum niður í gíginn. Gnýir og sebrahestar halda hópinn,  því gnýirnir heyra vel en sebrahestarnir sjá vel. Reffilegt par á ferð.  Klárarnir eru með svartar rendur en hryssurnar eru með brúnleitar rendur. Ágúst naut sín vel með myndavélina.
Fegurðin býr í auga sjáandans.  Þessi hýena speglaði sig dágóða stund áður en hún hallaði sér í leðjuna. Leirböðin finnast víðar en í Hveragerði.  Þessi hýena naut baðsins síns til fullnustu. Sebrahestarnir kusu að velta sér í þurrum sandinum, engin leðja þar. Thomsons gasellur og villisvín.
Ung hjón í brúðkaupsferð. Flóðhestar með farþega. Crested Cranes, einkennisfuglar Uganda eru líka í Tanzaníu. Crested Crane
Sólarlag á tjaldsvæðinu okkar á Ngorongoro-gíg Morgunstund á Ngorongoro.  Tjaldið rifnaði í roki og rigningu og vistin var frekar daufleg. Kaldur, þreyttur og ekkert mjög glaður að bíða eftir þessum &#@#$%  bílstjóra. Frú Edda var ekkert sérstaklega glöð meðan hún beið eftir hinum svikula ökumanni
Það kom sér vel að geta staðið í skjóli við tréð meðan beðið var eftir bílstjóranum í hátt á aðra klukkustund, köld og hrakin Olduvai Gorge, hér fundust elstu mannvistarleifar, 1,8 millj. ára gömul hauskúpa af Hnetubrjóts-manni og 3,7 mill. ára fótspor Superb Starlings í tré í Serengettigarði Gráþröstur á steini í Serengeti
Ágúst hitti jafninga sinn hvað græjurnar snerti. Edda dáist að Agame eðlu. Áhugasamir túristar í Serengeti Ljónynjan var að sverma fyrir gasellum og faldi ungan sína á meðan í kjarri.
Litla ljónsunganum leiddist hálf að verða að bíða eftir mömmu sinni. Eina sem hægt var að gera í stöðunni var að fá sér lúr meðan beðið var eftir matnum. Fílar við vatnsból Móðir og barn
Flóðhestar á þurru landi.  Flóðhestar sem eru með hættulegustu dýrum í Afríku. Apaleikur Bavíanafjölskylda, móðir með 2 unga. Jeppinn okkar á tjaldsvæðinu utan við Serengeti. Hér var heldur bágborin aðstaða fyrir túrista
Izac reisir rifna tjaldið okkar. Júlíus horfir á (og gerir ekkert) Flattoppuð akasía Sólarlag í Serengeti Sólarlag í Serengeti
Sólarlag í Serengeti Tjaldsvæðið utan við Serengeti Gnýirnir komu úr tveimur áttum og sameinuðust í eina langa lest. Gnýir í langri lest. Þeir vissu greinilega hvert þeir voru að fara þótt við vissum það ekki
Edda og Júlíus, vinur hennar. Impala hind Minnsta hind Afríku er kölluð dik-dik Hún er ekki nema 4-5 kg. Veisla hjá blettatígrunum. Nýbúnir að veiða gasellu
Meðan ungarnir átu  stóð mamma vaktina. Blettatýgrisungarnir eiga auðvelt með að felast í háu grasinu. Eins og önnur börn höfðu þessir aðeins klínt matnum út um andlitið, en mamma var ekki langt undan....... Eftir matinn voru ungarnir þrifnir hátt og lágt
Eddu þótti betra að halda sig inni í bílnum meðan ljónynjan sniglaðist í kringum hann. Það getur nú verið þreytandi þegar er mikill gestagangur og erill. Þessar blikkbeljur eru óætar, þótt fyllingin í þeim sé lostæti Ljónynjan virtist vera að hugsa um hvar væri vænlegast að leita fanga næst
Hrææturnar eru ekki langt undan ef von er á bita Pardusdýrið var geinilega búið að éta.  Þótt það virtist sofa hafði það samt auga með túristunum, aldrei að vita........ Konungur dýranna. Þótt hann sé konungur láta flugurnar hann ekki í friði.
Konungur eða köttur? Gírafarnir minntu stundum dálítið á byggingarkrana,  enda sneru þeir oftast í sömu átt. Komið að ferðalokum á tjaldsvæðinu í Serengeti.  Marabu storkurinn tilbúinn að týna upp ef eitthvað væri á lausu. Izac, Ágúst og Júlíus við flugvélina sem flutti  okkur frá Serengeti áleiðis til Zanzibar.