Við komum til Kenýa frá Úganda. Þar biðu okkar ýmis ævintýri. Við fórum t.d. í skógarferð við bæinn Kakamega, í dýraskoðunarferð við Lake Nakuru, síðan til Samburu, þar sem við fórum í tveggja daga úlfaldaferð (dromedar) með Samburu stríðsmönnum. Næst fórum við til Lake Naivasha og Hells Gate og skoðuðum dýrin þar og enduðum í Nairobi, þar sem við vorum rúma tvo daga.