photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Ágúst Jónsson | profile | all galleries >> Africa, September 2006 >> Kenýa tree view | thumbnails | slideshow

Kenýa

Við komum til Kenýa frá Úganda. Þar biðu okkar ýmis ævintýri. Við fórum t.d. í skógarferð við bæinn Kakamega, í dýraskoðunarferð við Lake Nakuru, síðan til Samburu, þar sem við fórum í tveggja daga úlfaldaferð (dromedar) með Samburu stríðsmönnum. Næst fórum við til Lake Naivasha og Hells Gate og skoðuðum dýrin þar og enduðum í Nairobi, þar sem við vorum rúma tvo daga.
Ben, leiðsögumaðurinn okkar í Kakamegaskógi stendur hér inni í trjábol the Strangling Oak Fiðrildin  í Kakamega voru mörg hver mjög falleg, en ekki auðveldar fyrirsætur. Unnið við terækt í Kakamega. Í Kenya, eins og í Úganda, eru reiðhjólin nýtt til hins ýtrasta.
Við fórum í heimsókn í gamla gullnámu. Í námunni fundum við ekki gull, heldur leðurblökur... Leðurblökurnar voru rosalega margar og ekki var alveg ljóst hvort okkur var verr við þær eða þeim við okkur. Ágúst virðir fyrir sér dásamlegt útsýnið yfir Kakamegaskóg
Helgistaður við Kakamega.  Þessi stóri klettur grætur rétt áður en fer að rigna.  Staðurinn er talinn helgur af heimamönnum. Hótelið okkar var aðeins frábrugðið þessu ágæta hóteli, en þarna er hægt að gista og kaupa mat. Afríka - flat top acasia Flamingo Hill Lodge við Lake Nakuru.
Herbergin á Flamingo Hill Lodge voru lúxus tjöld undir stráþaki. Stærstu tveggja manna tjöld sem sögur fara af. Við Lake Nakuru. Þessi heitir Water Buck, það virtist fátt raska ró hans. Buffaló.  Ótrúlegt en satt, buffalóarnir eru einhver hættulegustu dýr Afríku. Rothschild's gíraffi.  Þessi tegund er með hvíta leggi.
Gíraffi við Lake Nakuru. Horft yfir Lake Nakuru Ágúst í Lake Nakuru þjóðgarðinum, tilbúinn með myndavélina. Þessir fallegu fuglar eru starrar,  Superb Starling
Mögnuð morgunstund við tjaldskörina okkar við Lake Nakuru Thomson's Gasellur við Lake Nakuru Flamingoar á Lake Nakuru.  Leiðsögumaðurinn okkar hafði áhyggjur af fækkun þeirra, sem hann sagði vera vegna mengunar í vatninu Nicholas við farskjótann okkar í Kenya.  Nicholas var ökumaðurinn okkar og leiðsögumaður í Kenya.
Impala við Lake Nakuru Hvítur nashyrningur.  Þeir eru kallaðir hvítir (white) vegna misskilnings. Þessi tegund er breiðmynnt (wide). Gíraffi við Lake Nakuru. Það þurfa allir sitt til að komast af.
Impala kvendýr. Buffaló Picknik staður við Lake Nakuru.  Þarna sáum við ótrúlega bíræfna bavíana sem stálu nesti túristanna Einn úr bavíanaþjófagenginu
Þegar bavíanarnir voru búnir að ræna túristana og éta fenginn komu þeir aftur eins og ekkert hefði gerst. Siðblindir skrattar. Komin á slóðir Samburu manna.  Yare Club þar sem við gistum. Garðurinn við Yare Club stakk í stúf við annað í umhverfinu. Herbergið okkar á Yare Club.  Þarna voru eðlur milli þils og veggjar og sáu um að halda moskitoflugum í skefjum.
Við herbergið okkar á Yare Club Einn á ferð úti á steppunni Þessar tvær Samburu-stúlkur urðu miklir vinir okkar eftir að við gáfum þeim tyggjópakka. Úlfaldar nálægt Yare Club
Tyggjó-vinkonur okkar Edda ásamt vinkonum okkar. Við veltum fyrir okkur hvort þessir yrðu fararskjótar okkar næsta dag.... ....eða verða það kannski þessir tveir.
Edda og Ernest Samburumenn sýna dans og syngja.  Idi heitir sá sem stekkur. Ungur Samburu-stríðsmaður Þessar ungu stúlkur eru flestar komnar á  giftingaraldur.
Ungur Samburu-stríðsmaður Samburumenn dansa og syngja Samburumenn dansa og syngja Ungur Samburu-drengur
Ungu stúlkurnar fylgjast með dansinum hjá strákunum og einnig með túristunum. Samburur-stríðsmenn Samburumenn dansa og syngja Samburumenn dansa og syngja
Það er margvíslegur útgangurinn á blessuðum börnunum. Samburumenn dansa og syngja Ungar Samburu-stúlkur Samburumennirnir sungu fyrir okkur
Samburukórinn Edda ásamt 3 Samburu-stríðsmönnum Ungur Samburu-stríðsmaður Áhugasamir krakkar
Glæsileg Samburu-stúlka Ungur Samburu-stríðsmaður Vinkonur okkar tvær ásamt einni til sem vildi líka fá tyggjó. Tilvonandi ferðafélagar heilsast.
Idi, Doris, Balance og Edda á barnum á Yare Club að skipuleggja ferðina Idi, Doris, Balance, Edda og Ágúst á barnum á Yare Club Í kvöldsólinni við Yare Club Doctor og Idi leggja á úlfaldana undir vökulu auga Ágústs
Okkur þótti reiðverin með merkilegra móti. Verið er að skipuleggja hvernig birðunum verður skipt á úlfandana. Það er ekki eintóm sæla að éta kaktus Úlfaldarnir alveg að verða klárir í ferðina.
Við hófum ferðina á heimsókn til Samburufjölskyldu. Hér er Idi Ungu Samburu-hjónin sem við heimsóttum Gestur hjá Samburu-fólkinu Hjá Samburu-fólkinu
Ágúst tyllti sér hjá Samburu-konunum Edda og Idi stilla sér upp fyrir myndatöku Gamla frúin í húsinu, Edda og Idi Unga frúin í húsinu með fallega brosið sitt og döpru augun.
Ágúst í húsi Samburu-fólksins Idi í húsi Samburu-fólksins Ágúst og Idi í húsi Samburu-fólksins Konurnar í Samburu-húsinu
Heimilistæki Samburu-manna Þessi ungi drengur, sonur Idis, kom til að kveðja pabba sinn Hús Samburu-fjölskyldunnar sem við heimsóttum. Kominn á bak.  Idi teymir burðardýrin.
Idi, leiðsögumaður okkar í úlfaldaferðinni Ágúst Idi og Ágúst leita að Rock Hyrax Edda í kennslustund í Samburiskri lyfjafræði.
Balance og Doctor voru úlfaldahirðarnir Samburu-börn að leita að geitunum sínum. Idi og úlfandinn Það tekur á að sitja úlfandana og gott að halla sér eftir hádegismatinn
Þessi fékk líka hádegismatarhlé Það voru fleiri en Ágúst sem þurftu að láta líða úr sér Búið upp á úlfaldana.  Þetta er gráa ódóið sem henti Ágústi af sér. Ásetan er glæsileg, eða hvað......
..ekki er baksvipurinn minna hátignarlegur. Doctor, Edda og Doris taka af úlfaldanum í náttstað Idi og Edda hjálpast að við að tjalda. Búið að kveikja eldinn og Dóris byrjuð að elda.
Idi sker geitakjötið niður í pott Tjaldbúðirnar okkar. Fátt jafnast á við afríkanskt-te eftir heils dags úlfaldareið Það er list að skera niður geitakjöt og hafa ekki annað en vísifingur fyrir skurðarbretti.
Idi og Balance huga að matargerðinni Ágúst, Dóris og Balance spá í matinn. Doctor hvílir lúin bein eftir langa göngu. Idi enn að skera kjötið undir vökulum augum þeirra Ágústs og Balance
Ágúst, Balance, Doctor, Idi og Doris sýsla með matinn. Ágúst stendur inni í holum trjábol rétt hjá búðunum okkar Þessi geit seildist í bestu bitana Það rauk myndarlega hjá Doris
Eins og aðrar afrískar konur stóð Doris með bein hné og beygði sig í vinkil við vinnuna. Idi kemur með eldivið. Doris að elda eitthvað gott handa okkur. Balance, Doris og Edda.  Hvert um sig að gera það sem þau eru best í.
Idi og Balance huga að matargerðinni. Balance er að búa til sleif. Í pottinum er ugali en það er þykkur grautur úr maismjöli sem er etinn með öllum mat, minnir á hrísmjölsgraut. Doris eldaði hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum á þessum einföldu hlóðum. Geitakjöt og ugali, ekki slæmur matur það.
Enn eldar Doris. Það var margréttað hjá henni Þessir menn eru í nútímanum þótt okkur þyki þeir frekar líkjast fólki á biblíumyndunum sem við fengum í gamla daga Undir regnboganum.  Það er ekki oft sem úlfaldar og regnbogi eru á sömu mynd. Idi ornar sér við eldinn. Eftir að dimmdi sagði hann okkur ævintýri og sögur
Næsta dag, við tjöldin okkar úti á gresjunni. Balance tekur saman dótið eftir útleguna. Úlfaldarnir eru með svo beittar tennur að ljónin veigra sér við að leggja í þá, svo eru þeir líka andfúlir Oddurinn á spjótinu hans Idis.
Balance og Doris leggja á einn af úlföldunum Edda fer á bak á gráa ódóinu.  Í þetta sinn voru allir viðbúnir og frúin var gripin þegar úlfaldinn reyndi að hrista hana af sér Idi  og gamall maður sem við hittum á förnum vegi. Hann var að leita að kúnum sínum Edda, Ágúst og Doctor með úlfandana
Áning í hádeginu Idi kveikir eld svo við getum hitað okkur Afríkanskt te. Úlfaldarnir vissu að þeir áttu að liggja.  Þeir skriðu því á kviðnum þegar þeir voru að færa sig nær trjánum til að éta. Balance og Doris hjálpast að við að brytja ananas handa okkur
Akasíutré, eftirlætis réttur úlfaldanna, með nálum og öllu Kominn var tími til að leggja á reiðskjótana eftir hádegishlé. Eins og alltaf flokkuðust börnin í kringum okkur.  Hérna þiggja þau hreint vatn hjá Doctor. Doctor og Ágúst leggja á úlfaldana
Börnunum finnst alltaf gaman að láta taka mynd af sér. Edda reynir að hafa stjórn á tröllvöxnum úlfaldanum. Það voru ótrúleg hljóðin í úlföldunum þegar verið var að leggja á þá, en samt lágu þeir kyrrir Edda fer á bak. Nokkur viðbúnaður var af því að þessi átti til að standa of snemma upp og þá datt  knapinn af baki
Ágúst var ekki síður reffilegur en Edda, þegar hann var kominn á bak reiðskjótanum. Jörðin var mjög þurr.  Hér hafði nær ekkert rignt í 3 ár. Balance gengur fram hjá útikirkju. Komin til baka að Yare Club eftir vel heppnaða ferð
Edda þreytt en ánægð eftir ótrúlega ferð. Balance og Doctor spretta af úlföldunum. Nicolas beið okkar á Yare Club, spenntur að frétta hvernig okkur hefði gengið.  Hin Doris hélt honum selskap. (Þær voru tvær). Idi, Edda, Balance og Doctor á barnum á Yare Club.  Í það minnsta er Edda búin að þvo sér og komin í hrein föt.
Edda, Doctor, Balance, Idi, Doris og Ágúst.  Allir himinlifandi eftir dásamlega ferð. Idi bendir á nafnið sitt á töflu yfir sigurvegara í Derby Camel Safary.  Hann var kamel-meistari 3 ár í röð. Doris og Edda.  Doris er ekki aðeins frábær kokkur, hún syngur líka eins og engill. Ágúst þveginn og strokinn.
Horft yfir sléttuna við Maralal. Eftir að hafa keyrt frá Maralal að Lake Naivasha eftir moldarvegum sást varla í Eddu fyrir ryki Herbergið okkar á Simba Lodge við Lake Naivasha. Kærkomin tilbreyting Edda skrifar í dagbókina á Simba Lodge.
Við Simba Lodge Þessir klettar eru í Hells Gate þjóðgarðinum við Lake Naivasha Rock Hyrax, sagður skyldur fílnum, en lifir í klettaskorum Í Hells Gate.  Rock Hyrax kúrir á klettasnös.
Hér erum við í Hells Gate Ágúst í djúpu gljúfri.  Þegar rignir þá fyllist gljúfrið af vatni. Gljúfrið í Hells gate Edda í djúpu gljúfri
Hér fikrar Edda sig enn dýpra í gljúfrið Edda fikrar sig ofan í gljúfrið.  Leiðsögumaðurinn virðist vera tilbúinn að grípa hana. Landslagið er stórbrotið í Hells Gate þjóðgarðinum. Við heimsóttum Maisai þorp á ferð okkar um Hells Gate þjóðgarðinn
Masai stúlka g6/66/391766/3/69679411.nuwfrRNX.jpg Þarna erum við með nokkrum þorpsbúum í Masai þorpinu. Við Simba Lodge var þessi fallega sundlaug.
Nicholas, Terry konan hans og Ágúst á heimsfrægum veitingastað, Carnivors í Nairobi Þarna erum við ásamt Nicholas og Terry á Carnivors. Tveir munaðarlausir fílsungar á munaðarleysingjahæli fyrir fílsunga nálægt Nairobi. Edda fóðrar gíraffa í gíraffagarði í Nairobi.
Terry fær vænan koss hjá gíraffanum. Við heimsóttum munaðarleysingjahæli fyrir alnæmissmituð börn í Nairobi